SV DA IS
Skift
sprog
Atlantbib.org - en instruktionsbok
SV DA IS
2
Atlantbib.org - leiðbeiningabók

Åk 3 Frösakullsskolan

Oversat til íslensku af Helga Dögg Sverrisdóttir
3
4

Öppna en webbläsare och skriv in atlantbib.org i adressfältet.

Opnaðu vafra og skrifaðu atlantbib.org í gluggann.

5
6

I menyraden kan du välja vilket språk böckerna är skrivna på. Om du klickar på "översättningar" kan du se vilka böcker som finns på ditt språk. Du kan också välja ämne och nivå.

Í valmyndinni getur þú valið tungumál bókar. Þegar þú ýtir á ,,oversættelser” sérðu hvaða bækur eru á þínu tungumáli. Þú getur líka valið ,,emne” (efni) og ,,niveau” (þyngdarstig).

7
8

Böckerna är markerade med olika många gula prickar. Prickarna motsvarar svårighetsgrad. En prick är de böcker som har enklast text.

Á bókunum eru gulir punktar sem þýða þyngdarstig bókar. Einn punktur þýðir að textinn sé einfaldur.

9
10

Välj en bok genom att klicka på den. Du väljer språk genom att trycka på landets flagga.

Þú velur bók með því að smella á hana. Þú velur tungumál með því að smella á fána landsins.

11
12

När du vill bläddra trycker du på högerpilen för att gå framåt och vänsterpilen för att bläddra tillbaka.

Til að fletta bókinni ýtir þú á hægri örina til að fara áfram og vinstri örina til að bakka.

13
14

Lyssna på boken genom att trycka på högtalarknappen på det språk du vill lyssna på.

Til að hlusta á bókina smellir þú á hátalaramerkið við það tungumál sem þú vilt hlusta á.

15
16

Om du vill jämföra eller byta språk klicka på landets flagga.

Ef þú vilt bera saman eða skipta um tungumál smellir þú á fána landsins.

17
18

Tryck på atlantbiblogon eller hemknappen för att komma tillbaka till startsidan.

Smelltu á atlantbib merkið eða ,,hjem” hnappinn til að bakka á upphafssíðuna.

19
20

Alla böcker är skrivna av elever och lärare i hela Norden så vi kan lära om varandras språk och kultur.

Bækurnar eru skrifaðar af nemendum og kennurum á Norðurlöndunum til að við getum lært um tungumál hvors annars og menningu.

21
22

Vilken är din favoritbok på Atantbib.org?

Hver er uppáhaldsbókin þín á atlantbib.org?

23
Atlantbib.org - en instruktionsbok

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1-20: Atlantbib.org
Forrige side Næste side
Skift
sprog
Íslenska landsliðið í knattspyrnu
2
Íslenska landsliðið í knattspyrnu

Svanhvít Hreinsdóttir

3
4

Fyrsti landsleikur Íslands fór fram 17. júlí 1946 við Danmörk en Ísland varð sjálfstætt ríki 1944. Leikurinn fór fram á Melavelli sem var malarvöllur í Reykjavík. Átta þúsund manns mættu á völlinn en 132.750 íbúar voru þá á Íslandi. Ísland tapaði 0-3.

Fyrsti landsleikur Íslands fór fram 17. júlí 1946 við Danmörk en Ísland varð sjálfstætt ríki 1944. Leikurinn fór fram á Melavelli sem var malarvöllur í Reykjavík. Átta þúsund manns mættu á völlinn en 132.750 íbúar voru þá á Íslandi. Ísland tapaði 0-3.

5
6

Knattspyrnusamband Íslands eða KSÍ er félagasamband íþróttafélaga sem keppa í knattspyrnu. KSÍ var stofnað 26. mars 1947. Heimabúningur landsliðsins er blár en einnig er leikið í rauðum eða hvítum búningum.

Knattspyrnusamband Íslands eða KSÍ er félagasamband íþróttafélaga sem keppa í knattspyrnu. KSÍ var stofnað 26. mars 1947. Heimabúningur landsliðsins er blár en einnig er leikið í rauðum eða hvítum búningum.

7
8

Laugardalsvöllur, þjóðarleikvangur Íslands var vígður 8. júlí 1957 með landsleik gegn Noregi. Ísland tapaði 0-3. Það var ekki fyrr en í sjöunda leik á nýja vellinum sem Íslendingar unnu. Það var 7. júlí 1959 líka gegn Noregi. Leiknum lauk 1-0.

Laugardalsvöllur, þjóðarleikvangur Íslands var vígður 8. júlí 1957 með landsleik gegn Noregi. Ísland tapaði 0-3. Það var ekki fyrr en í sjöunda leik á nýja vellinum sem Íslendingar unnu. Það var 7. júlí 1959 líka gegn Noregi. Leiknum lauk 1-0.

9
10

Undankeppnin fyrir EM 2012 gékk hörmulega og Ísland var komið í 108. sæti á styrkleikalista FIFA og hafði aldrei verið neðar. Á sama tíma var U-21 landsliðið að gera góða hluti undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar og hafði náð langt á EM móti í Danmörku.

Undankeppnin fyrir EM 2012 gékk hörmulega og Ísland var komið í 108. sæti á styrkleikalista FIFA og hafði aldrei verið neðar. Á sama tíma var U-21 landsliðið að gera góða hluti undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar og hafði náð langt á EM móti í Danmörku.

11
12

Eiður Smári Guðjohnssen (f.1978) var aðeins 17 ára þegar hann gerðist atvinnumaður í Hollandi. Hann lék síðar með Chelsea og Barcelona. Hann var í landsliðinu í 20 ár, lék 88 landsleiki og hefur skorað flest mörk í landsleikjum eða 26 mörk. Hans síðasti landsleikur var á EM 2016 á móti Frakklandi.

Eiður Smári Guðjohnssen (f.1978) var aðeins 17 ára þegar hann gerðist atvinnumaður í Hollandi. Hann lék síðar með Chelsea og Barcelona. Hann var í landsliðinu í 20 ár, lék 88 landsleiki og hefur skorað flest mörk í landsleikjum eða 26 mörk. Hans síðasti landsleikur var á EM 2016 á móti Frakklandi.

13
14

Árið 2011 réð KSÍ sænska þjálfarann Lars Lagerbäck sem þjálfara. Undankeppnin fyrir HM 2014 í Brasilíu var framundan og Ísland var riðli með Sviss, Slóveníu, Noregi, Albaníu og Kýpur. Ísland lenti í öðru sæti í riðlinum og tryggði sér umspil við Króatíu sem Ísland tapaði.

Árið 2011 réð KSÍ sænska þjálfarann Lars Lagerbäck sem þjálfara. Undankeppnin fyrir HM 2014 í Brasilíu var framundan og Ísland var riðli með Sviss, Slóveníu, Noregi, Albaníu og Kýpur. Ísland lenti í öðru sæti í riðlinum og tryggði sér umspil við Króatíu sem Ísland tapaði.

15
16

Í undankeppninni fyrir EM 2016 dróst Ísland í erfiðan riðil með Tyrklandi, Tékklandi, Hollandi, Kasakhstan og Lettlandi. Liðinu tókst að vinna Hollendinga bæði heima og heiman og vinna Tékkland og Tyrkland á heimavelli. Ísland endaði í öðru sæti og þessi litla þjóð var komin á EM í fyrsta sinn.

Í undankeppninni fyrir EM 2016 dróst Ísland í erfiðan riðil með Tyrklandi, Tékklandi, Hollandi, Kasakhstan og Lettlandi. Liðinu tókst að vinna Hollendinga bæði heima og heiman og vinna Tékkland og Tyrkland á heimavelli. Ísland endaði í öðru sæti og þessi litla þjóð var komin á EM í fyrsta sinn.

17
18

Fyrsti leikur á EM 2016 í Frakklandi var á móti Portúgal, leikurinn fór 1-1 og og skoraði Birkir Bjarnason fyrir Ísland. Næsti leikur var á móti Ungverjalandi og aftur var jafntefli 1-1 og nú skoraði Gylfi Sigurðsson. Síðasti leikurinn var á móti Austurríki. Íslendingar náðu sigri 2-1 á síðustu mínútu og voru komnir áfram í 16 liða úrslitin.

Fyrsti leikur á EM 2016 í Frakklandi var á móti Portúgal, leikurinn fór 1-1 og og skoraði Birkir Bjarnason fyrir Ísland. Næsti leikur var á móti Ungverjalandi og aftur var jafntefli 1-1 og nú skoraði Gylfi Sigurðsson. Síðasti leikurinn var á móti Austurríki. Íslendingar náðu sigri 2-1 á síðustu mínútu og voru komnir áfram í 16 liða úrslitin.

19
20

Bumm…...HUH, Bumm...HUH, Tólfan stuðningssveit íslenska landsliðins var áberandi ásamt öðrum stuðningsmönnum í Frakklandi. Tólfan stýrði söng, gleði og miklum stuðningi við landsliðið. Tólfan þýðir tólfti maður á vellinum.

Bumm…...HUH, Bumm...HUH, Tólfan stuðningssveit íslenska landsliðins var áberandi ásamt öðrum stuðningsmönnum í Frakklandi. Tólfan stýrði söng, gleði og miklum stuðningi við landsliðið. Tólfan þýðir tólfti maður á vellinum.

21
22

Í 16. liða úrslitum mætti Ísland Englandi og vann 2-1, Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skorðu mörkin og Wayne Rooney fyrir England. Í 8 liða úrslitum var það Frakkland sem sendi Íslendinga heim en Ísland tapaði 2-5. Íslendingar fóru glaðir heim eftir sitt fyrsta stórmót.

Í 16. liða úrslitum mætti Ísland Englandi og vann 2-1, Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skorðu mörkin og Wayne Rooney fyrir England. Í 8 liða úrslitum var það Frakkland sem sendi Íslendinga heim en Ísland tapaði 2-5. Íslendingar fóru glaðir heim eftir sitt fyrsta stórmót.

23
24

Eftir EM hætti Lars Lagerbäck sem þjálfari og tók aðstoðarmaður hans Heimir Hallgrímsson við sem aðalþjálfari. HM 2018 í Rússlandi var næsta verkefni en Ísland dróst í riðil með Króatíu, Úkraníu, Tyrklandi, Finnlandi og Kósóvó. Ísland vann 7 leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði tveim leikjum. Liðið endaði efst í riðlinum og var komið á HM í fyrsta skipti.

Eftir EM hætti Lars Lagerbäck sem þjálfari og tók aðstoðarmaður hans Heimir Hallgrímsson við sem aðalþjálfari. HM 2018 í Rússlandi var næsta verkefni en Ísland dróst í riðil með Króatíu, Úkraníu, Tyrklandi, Finnlandi og Kósóvó. Ísland vann 7 leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði tveim leikjum. Liðið endaði efst í riðlinum og var komið á HM í fyrsta skipti.

25
26

Á HM 2018 er Ísland í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Ísland er fámennasta land sem nokkurn tíma hefur farið á HM í fótbolta.

Á HM 2018 er Ísland í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Ísland er fámennasta land sem nokkurn tíma hefur farið á HM í fótbolta.

27
28

Aron Einar Gunnarsson (f.1989) hefur verið í landsliðinu frá 2008, leikið 62 landsleiki og verið fyrirliði frá 2012. Hann leikur með Cardiff city. Bróðir hans Arnór Þór er í íslenska handboltalandsliðinu.

Aron Einar Gunnarsson (f.1989) hefur verið í landsliðinu frá 2008, leikið 62 landsleiki og verið fyrirliði frá 2012. Hann leikur með Cardiff city. Bróðir hans Arnór Þór er í íslenska handboltalandsliðinu.

29
30

Gylfi Sigurðsson (f.1989) hefur leikið 52 landsleiki og skorað 17 mörk, en hann kom inn í landsliðið 2010. Hann lék með Swansea í fjögur ár en er í dag hjá Everton.

Gylfi Sigurðsson (f.1989) hefur leikið 52 landsleiki og skorað 17 mörk, en hann kom inn í landsliðið 2010. Hann lék með Swansea í fjögur ár en er í dag hjá Everton.

31
32

Hannes Þór Halldórsson (f.1984) er markmaður í landsliðinu og leikur með Randers FC í Danmörku. Hann lék alla leikina á EM 2016. Hann er menntaður kvikmyndaleikstjóri og vann við það áður en hann gerðist atvinnumaður í fótbolta.

Hannes Þór Halldórsson (f.1984) er markmaður í landsliðinu og leikur með Randers FC í Danmörku. Hann lék alla leikina á EM 2016. Hann er menntaður kvikmyndaleikstjóri og vann við það áður en hann gerðist atvinnumaður í fótbolta.

33
34

Ragnar Sigurðsson (f.1986) hóf feril sinn hjá Fylki í Reykjavík en leikur núna með F.C. Rostov i Rússlandi. Ragnar leik áður m.a. með Fulham og F.C. Kaupmannahöfn.

Ragnar Sigurðsson (f.1986) hóf feril sinn hjá Fylki í Reykjavík en leikur núna með F.C. Rostov i Rússlandi. Ragnar leik áður m.a. með Fulham og F.C. Kaupmannahöfn.

35
36

Birkir Bjarnason (f.1988) er fæddur á Akureyri en flutti ungur til Noregs þar sem hann lék með Figgjo og Viking. Hann var valinn í íslenska landsliðið fyrir EM 2016. Í dag leikur hann með Aston Villa.

Birkir Bjarnason (f.1988) er fæddur á Akureyri en flutti ungur til Noregs þar sem hann lék með Figgjo og Viking. Hann var valinn í íslenska landsliðið fyrir EM 2016. Í dag leikur hann með Aston Villa.

37
38

Þekkir þú fleiri íslenska knattspyrnumenn?

Þekkir þú fleiri íslenska knattspyrnumenn?

39
Íslenska landsliðið í knattspyrnu

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1+4+8+10+14+22+24: ksi.is
S6+12+18+20: Stuðningssveitin Tólfan - facebook.com
S26: Maxpixel.com
S28+32+34+36: Tobias Klenze - commons.wikimedia.org
S30: forlagid.is
S38: stamps.postur.is
Forrige side Næste side
DA SV FI IS FO
Skift
sprog
Play audiofile
Danmarks fodboldlandshold - herrer 2018
DA SV FI IS FO
2
Danska karlalandsliðið í fótbolta 2018

Jacob Fuchs

Oversat til íslensku af Erna Jónsdóttir
Indlæst på dansk af Oliver Sander Breumlund
3
4

Det danske herrelandshold i fodbold kvalificerede sig til VM-slutrunden i Rusland efter at have vundet over Irland i to playoff-kampe.
Play audiofile

Danska karlalandsliðið í fótbolta vann sér þátttökurétt á HM í Rússlandi eftir að hafa unnið Írland í útsláttarkeppni.

5
6

De største bedrifter for landsholdet er, da de blev Europamestre i 1992 i Sverige og vandt “King Fahd Cup” (Confederations Cup) i 1995 i Saudi Arabien. Derudover har holdet nået til VM-kvartfinalen i 1998 i Frankrig.
Play audiofile

Stærstu afrek landsliðsins eru þegar það varð Evrópumeistari 1992 í Svíþjóð og þegar það vann ,,Kong Fahd Cup” (Confederations Cup) 1995 í Sádí Arabíu. Auk þess komst liðið í fjögurra liða úrslit á EM árið 1998 í Frakklandi.

7
8

I 1992, hvor Danmark vandt EM, kom de med på et afbud fra Jugoslavien pga. borgerkrig i landet. De fik besked om afbuddet 10 dage før slutrunden.
Play audiofile

Árið 1992, þegar Danmörk vann EM, tók landsliðið þátt vegna þess að landslið Júgóslavíu var meinað að taka þátt vegna borgarastríðs í landinu. Danska liðið fékk boð um þátttöku 10 dögum fyrir mótið.

9
10

En af holdets kendte profiler i dag er Christian Eriksen. Han spiller i Tottenham Hotspur og fik debut på landsholdet i marts 2010.
Play audiofile

Einn af þekktustu leikmönnum liðsins í dag er Christian Eriksen. Hann spilar með Tottenham Hotspur og spilaði sinn fyrsta landsleik í mars 2010.

11
12

Kasper Schmeichel er målmand og spiller i Leicester City FC. Hans far, Peter Schmeichel, spillede i mange år for Manchester United og var med til at vinde EM i 1992.
Play audiofile

Kasper Schmeichel er markmaður og spilar með Leicester City FC. Pabbi hans, Peter Schmeichel, spilaði í mörg ár fyrir Manchester United og var í sigurliðinu á EM 1992.

13
14

Simon Kjær er forsvarsgeneralen på det danske landshold. Han har spillet i mange store klubber som f.eks. Wolfsburg, AS Roma og Fenerbache. I dag spiller han i Sevilla.
Play audiofile

Simon Kjær fer fyrir vörninni í danska landsliðinu. Hann hefur spilað fyrir mörg stór félagslið eins og t.d. Wolfsburg, AS Roma og Fenerbache. Í dag spilar hann með Sevilla.

15
16

Andreas Christensen er forsvarsspiller og spiller i Chelsea FC. Han har spillet i Brøndby IF og Borussia Mönchengladbach.
Play audiofile

Andreas Christensen er varnarmaður og spilar með Chelsea FC. Hann hefur spilað með Brøndby IF og Borussia Mönchengladbach.

17
18

Mathias “Zanka” Jørgensen er forsvarsspiller og spiller i Huddersfield Town FC i Premier League. Han er holdets “hårde hund” og har spillet i FC København og PSV Eindhoven.
Play audiofile

Mathias “Zanka” Jørgensen er varnarmaður og spilar með Huddersfield Town FC í ensku úrvalsdeildinni. Hann er „harðasti hundur“ liðsins og hefur spilað með FC København og PSV Eindhoven.

19
20

Thomas Delaney er holdets midtbanegeneral. Han spiller i Werder Bremen, men hans karriere startede i FC København.
Play audiofile

Thomas Delaney er helsti miðjumaður liðsins. Hann spilar með Werder Bremen, en ferill hans byrjaði hjá FC København.

21
22

Nicklas Bendtner er angriber og spiller i Rosenborg BK i Norge. Han har spillet i bl.a. Arsenal, Juventus og Wolfsburg.
Play audiofile

Nicklas Bendtner er sóknarmaður og spilar með Rosenborg BK í Noregi. Hann hefur m.a. spilað með Arsenal, Juventus og Wolfsburg.

23
24

Pione Sisto er født i Uganda og hans forældre er fra Sydsudan. Han blev dansk statsborger i 2014 og kan derfor spille for Danmark. Han spiller til dagligt i Celta Vigo i Spanien. Tidligere spillede han i FC Midtjylland.
Play audiofile

Pione Sisto er fæddur í Úganda en foreldrar hans eru frá Suður Súdan. Hann varð danskur ríkisborgari árið 2014 og getur því spilað fyrir hönd Danmerkur. Hann spilar með Celta Vigo á Spáni. Áður spilaði hann með FC Midtjylland.

25
26

Nicolai Jørgensen er angriber og spiller til dagligt i Feyenoord i Holland. Han spillede i FC København, inden han blev solgt til Feyenoord.
Play audiofile

Nicolai Jørgensen er sóknarmaður og spilar með Feyenoord í Hollandi. Hann spilaði með FC København, áður en hann var seldur til Feyenoord.

27
28

Åge Hareide har været Danmarks landstræner siden 2016. Han er fra Norge og var tidligere Norges landstræner fra 2003 - 2008. Han har, som træner, været både svensk, norsk og dansk mester.
Play audiofile

Åge Hareide hefur verið landsliðsþjálfari Danmerkur síðan 2016. Hann er frá Noregi og var áður landsliðsþjálfari Noregs frá 2003-2008. Hann hefur, sem þjálfari, orðið sænskur, norskur og danskur meistari.

29
30

Kender du andre danske fodboldspillere?
Play audiofile

Þekkir þú aðra danska fótboltamenn?

31
Danmarks fodboldlandshold - herrer 2018

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1+4+1210+14+16+18+20+22+24+26+28: ©Anders Kjærbye - DBUfoto.dk
S6+8: ©DBU.dk
S30: ©Per Kjærbye - DBUfoto.dk
Forrige side Næste side
SV IS BM DA FO
Skift
sprog
Play audiofile
Sveriges fotbollslandslag - herrar 2018
SV IS BM DA FO
2
Sænska fótboltalandsliðið - herrar 2018

Carl Landh, Johannes Thorstensson & Elliot Nilsson

Oversat til íslensku af Svanhvít Hreinsdóttir
Indlæst på svensk af Johannes Thorstensson
3
4

Sverige blev tvåa i sin VM-kvalgrupp och skulle möta Italien i playoff. De vann första matchen 1-0 och spelade 0–0 i den andra. Nu spelar Sverige i sommar 2018 VM för första gången på tolv år.
Play audiofile

Svíþjóð lenti í öðru sæti í sínum undanriðli fyrir VM og lék á móti Ítalíu í umspilsleikjum. Þeir unnu fyrri leikinn 1-0 og sá seinni endaði 0-0. Nú verður Svíþjóð með sumarið 2018 á HM í fyrsta sinn í tólf ár.

5
6

Lagets största framgångar någonsin är OS-guldet i London 1948. De har även vunnit två OS-brons 1924 och 1952. De har vunnit VM silver på hemmaplan 1958 och VM-bronsen 1950 och 1994. I EM är den bästa placering en fjärde plats.
Play audiofile

Besti árangur liðsins er Ól gullið í London 1948. Þeir hafa líka unnið tvö brons á ÓL 1924 og 1952. Þeir hafa unnið silfurverðlaun á heimavelli á HM 1958 og brons á HM 1950 og 1994. Besti árangur á EM er fjórða sæti.

7
8

Den som har gjort flest mål och är mest känd spelare från Sverige är Zlatan Ibrahimovic. Han avslutade sin landslagskarriär mars 2018 och är inte med i VM 2018.
Play audiofile

Sá sem hefur skorað flest mörk og er þekktasti leikmaður Svíþjóðar er Zlatan Ibrahimovic. Landsliðsferli hans lauk í mars 2018 og hann verður ekki með á HM 2018.

9
10

Andreas Granqvist är lagkapten i Sveriges landslag. Hans position är mittback. Just nu spelar han för den ryska klubben FK Krasnodar. Efter sommaren 2018 byter han klubb och börjar då spela för Helsingborgs IF.
Play audiofile

Andreas Granqvist er fyrirliði í landsliði Svíþjóðar. Hans staða er að spila vörn. Núna leikur hann með rússneska liðinu FK Krasnodar. Eftir sumarið 2018 skiptir hann um lið og fer að spila með Helsingborgs IF.

11
12

En av lagets kända spelare är John Guidetti. Han är anfallare. Hans spelar i det spanska La Liga-klubben Celta Vigo. Just nu är han utlånad till Deportivo Alaves. Sedan 2012 har han varit med i Sveriges landslag.
Play audiofile

Einn af þekktari leikmönnum liðsins er John Guidetti. Hann er sóknarmaður. Hann leikur með La Liga liðinu Celta Vigo. Í augnablikinu er hann í láni hjá Deportivo Alaves. Frá 2012 hefur hann verið með í sænska landsliðinu.

13
14

Ola Toivonen spelar i klubben Toulouse i Frankrike. Han är anfallare. Han debuterade i landslaget 2007.
Play audiofile

Ola Toivonen spilar með liði Toulouse í Frakklandi. Hann er sóknarmaður. Hann byrjaði í landsliðinu 2007.

15
16

Albin Ekdal spelar i det tyska Bundesliga-laget Hamburger SV. År 2014 utsågs han till årets mittfältare på Fotbollsgalan i Sverige. Albins position är mittfältare.
Play audiofile

Albin Ekdal leikur með þýska Bundesliga- liðinu Hamburger SV. Árið 2014 var hann valinn miðjumaður ársins í lokahófi fótboltans í Svíþjóð. Staða Albins er miðjumaður.

17
18

Emil Forsberg är offensiv mittfältare. År 2015 började Emil spela i RB Leipzig. I september 2014 gjorde han sitt andra hattrick för säsongen.
Play audiofile

Emil Fossberg er framsækinn sóknarmaður. Árið 2015 fór Emil að leika með RB Leipzig. I september 2014 skoraði hann þrennu í annað sinn á leiktíðinni.

19
20

Marcus Berg spelar i Al Ain i det arabiska UAE Gulf League. År 2008 började Berg spela för Sveriges landslag. Hans position är anfallare.
Play audiofile

Marcus Berg leikur i Al Ain í arabísku UAE Gulf League. Árið 2008 byrjaði Berg í landsliðinu. Hans staða er sóknarmaður.

21
22

Janne Andersson är född i Halmstad och är sedan augusti 2016 förbundskapten för Sveriges herrlandslag i fotboll.
Play audiofile

Janne Anderssson er fæddur í Halmstad og hefur síðan í ágúst 2016 verið þjálfari fyrir sænska karlalandsliðið í fótbolta.

23
24

Till VM-slutspel 2018 kommer Gyllene Tider att återförenas för att skriva den svenska VM-låten, tillsammans med Linnea Henriksson. Låten heter "Bäst när det gäller".
Play audiofile

Fyrir heimsmeistarmótið 2018 kom hljómsveitin “Gyllene tider” saman aftur til að skrifa HM lagið ásamt Linnea Henriksson. Lagið heitir “Bäst när det gäller" eða Bestir þegar þess þarf.

25
26

Känner du till några andra svenska fotbollsspelare?
Play audiofile

Þekkir þú einhverja aðra sænska fótboltamenn?

27
Sveriges fotbollslandslag - herrar 2018

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1: Svenska Fotbollförbundet - http://svenskfotboll.se
S4+16: Евгений Сойкин - commons.wikimedia.org
S6: OS - London 1948 - commons.wikimedia.org
S8: Football.ua - commons.wikimedia.org
S10+14: Илья Хохлов - commons.wikimedia.org
S12: Oleg Dubyna - commons.wikimedia.org
S18: Holger Motzkau - commons.wikimedia.org
S20: Paulblank - commons.wikimedia.org
S22: Anders Henrikson - flickr.com
S24: Tevensso - commons.wikimedia.org
S26: Ricardo Alvarez- VM 2006 - commons.wikimedia.org
Forrige side Næste side
DA IS SV FO
Skift
sprog
Play audiofile
Christian Eriksen - en dansk fodboldspiller
DA IS SV FO
2
Christian Eriksen- danskur fótboltamaður

Markus Hansen, Emil Dreyer, Jonatan Hansen og Magnus Hansen - 7b Vestegnens Privatskole

Oversat til íslensku af Helga Dögg Sverrisdóttir
Indlæst på dansk af Jonatan Hansen
3
4

Christian Dannemann Eriksen er født den 14. februar 1992. Han er fra Middelfart på Fyn.
Play audiofile

Christian Dannemann Eriksen er fæddur 14. febrúar 1992. Hann er frá Middelfart á Fjóni.

5
6

Christian Eriksen begyndte i Middelfart G&BK. Derefter kom han til OB (Odense Boldklub), hvor han spillede i 3 år som ungdomsspiller.
Play audiofile

Christian Eriksen byrjaði í Mddelfart G&BK. Síðar fór hann til OB (Óðinsvé boltaklúbbur), þar sem hann spilaði í þrjú ár sem sem unglingur.

7
8

I 2008 skiftede Eriksen fra OB til AJAX Amsterdam i Holland. Han spillede på ungdomsholdet i to år og rykkede op på seniorholdet, hvor han spillede frem til 2013.
Play audiofile

2008 fór Eriksen frá OB yfir til Ajax í Hollandi. Hann spilaði í ungmennaliðinu í tvö ár en þá fluttist í fullorðinsflokk þar sem hann spilaði til 2013.

9
10

I 2013 skiftede Eriksen til Tottenham Hotspur i London, hvor han har spillet siden (2018). Han spiller mest offensiv midtbane.
Play audiofile

Árið 2013 fór Eriksen yfir til Tottenham Hotspur i London, þar sem hann hefur spilað síðan (2018). Hann spilar oftast sem framherji.

11
12

Eriksen blev i 2010, som 18-årig, udtaget til sin første landskamp med Danmarks A-landshold. Landsholdet spillede en træningskamp mod Østrig. Til VM i Sydafrika i 2010 var han den yngste spiller.
Play audiofile

Eriksen varð 2010, þá 18 ára, valinn til að spila sinn fyrsta leik í A-landsliði Danmerkur. Landsliðið spilaði æfingaleik við Austurríki. Á HM í Suður-Afríu, 2010, var hann yngsti leikmaðurinn.

13
14

I 2010-2012 spillede Eriksen 30 landskampe og scorede kun 2 mål. I 2015-2017 spillede han 26 landskampe og scorede 16 mål.
Play audiofile

Árin 2010-2012 spilaði Eriksen 30 landsleiki og skoraði 2 mörk. 2015-2017 spilaði hann 26 landsleiki og skoraði 16 mörk.

15
16

Christian Eriksen er en spiller, der er meget ydmyg, og han er ofte stille. Eriksen får tit ros af trænerne. I 2017 udtalte landstræner Åge Hareide, at Eriksen var blandt de top 10 bedste spillere i verden.
Play audiofile

Christian Eriksen er hógvær leikmaður og lætur lítið fyrir sér fara. Eriksen fær oft hrós frá þjálfurum. 2017 sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide, að Eriksen væri meðal 10 bestu leikmanna í heiminum.

17
18

Christian Eriksen har fået prisen som “Årets spiller” i Danmark i 2011, 2013, 2014 og 2017.
Play audiofile

Christian Eriksen fékk verðlaunin ,,Leikmaður ársins” í Danmörku árin 2011, 2013, 2014 og 2017.

19
20

Hans lillesøster hedder Louise Eriksen og hun blev i 2017 udtaget til det danske kvindelandshold. Til daglig spiller hun for KoldingQ (2018).
Play audiofile

Litla systir hans heitir Louise Eriksen og árið 2017 var hún valin í danska kvennalandsliðið. Daglega spilar hún með KoldingQ (2018).

21
22

Hvem, mener du, er verdens bedste fodboldspiller?
Play audiofile

Hvern telur þú vera heimsins besta fótboltaspilara?

23
Christian Eriksen - en dansk fodboldspiller

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1: Дмитрий Голубович - commons.wikimedia.org
S4+18: Новикова Юлия - commons.wikimedia.org
S6: OB.dk + MG&BK Fodbold
S8: Scarafax - commons.wikimedia.org
S10: @cfcunofficial (Chelsea Debs) London - flickr.com
S12: Martin Nikolaj Bech - flickr.com
S14: Dmitriy Neymyrok - commons.wikimedia.org
S16: Holger Motzkau - commons.wikimedia.org
S20: KoldingQ.dk
S22: Robci95 - pixabay.com
Forrige side Næste side
Skift
sprog
Play audiofile
Michael Laudrup - en dansk fodboldlegende
2
Michael Laudrup - dönsk fótboltagoðsögn

Lasse Bang-Borregaard Frederik Ditlevsen Lukas Maschmann Oliver Olsen - Filipskolen, Amager

Oversat til íslensku af Helga Dögg Sverrisdóttir
Indlæst på dansk af Oliver Hall Svensson
Indlæst på íslensku af Gígja Sigurðardóttir
3
4

Michael Laudrup blev født i 1964. Han voksede op sammen med sin mor Lone, sin far Finn og sin lillebror Brian nær København. Michael startede sin karriere i 1981 i KB (Kjøbenhavns Boldklub).
Play audiofile

Michael Laudrup fæddist 1964. Hann ólst upp með móður sinni Lone og föður sínum Finn og litla bróður Brian í nágrenni Kaupmannahafnar. Michael hóf ferill sinn árið 1981 í KB (Kjøbenhavns Boldklub).
Play audiofile

5
6

Familien Laudrup er en kendt familie i Danmark. Mest fordi flere fra familien har spillet professionel fodbold og på landsholdet. Finn Laudrup spillede på landsholdet fra 1965-1979. Han nåede at score 6 mål.
Play audiofile

Fjölskyldan Laudrup er þekkt fjölskylda í Danmörku. Aðallega vegna þess að fleiri í fjölskyldunni hafa spilað fótbolta sem atvinnu og í landsliðinu. Finn Laudrup spilaði í landsliðinu á árunum 1965-1979. Hann skoraði 6 mörk.
Play audiofile

7
8

Michael Laudrup er storebror til Brian Laudrup, som er født i 1969. Brian var med til at vinde EM i fodbold i 1992 for Danmark.
Play audiofile

Michael Laudrup er stori bróðir Brian Laudrup, sem fæddist 1969. Brian var í liðinu sem vann EM 1992 fyrir Danmörk.
Play audiofile

9
10

Michael Laudrup nåede at spille i otte klubber: KB og Brøndby i Danmark, Lazio og Juventus i Italien, Barcelona og Real Madrid i Spanien, Vissel Kobe i Japan og Ajax i Holland.
Play audiofile

Michael Laudrup spilaði með í átta félögum: KB og Brøndby í Kaupmannahöfn, Lazio og Juventus i Italien, Barcelona og Real Madrid á Spáni, Vissel Kobe i Japan og Ajax i Hollandi.
Play audiofile

11
12

Han spillede 479 kampe og scorede 230 mål på klubhold. Han er meget kendt for at lave assists. Han spillede flest kampe for Juventus og Barcelona.
Play audiofile

Hann spilaði 479 leiki og skoraði 230 mörk með félögunum. Hann er mjög þekktur fyrir að stoðsendingar. Hann spilaði flesta leiki fyrir Juventus og Barcelona.
Play audiofile

13
14

Han vandt mesterskabet med Juventus i 1986. I Barcelona vandt han fire gange i træk fra 1991-1994, og Real Madrid i 1995. Han sluttede med at vinde mesterskabet med Ajax i 1998.
Play audiofile

Hann vann meistaradeildina með Juventur 1986. I Barcelona vann hann fjórum sinnum í röð frá 1991-1994, og Real Madrid 1995. Hann hætti eftir að hafa unnið meistaradeildina með Ajax 1998.
Play audiofile

15
16

Michael Laudrup spillede 104 kampe for det danske A-landshold og scorede 37 mål. Han blev rigtig kendt i Danmark efter VM i Mexico i 1986. Dette frimærke med ham er fra Paraguay.
Play audiofile

Michael Laudrup spilaði 104 leiki fyrir landslið Dana og skoraði 37 mörk. Hann varð þekktur í Danmörku eftir HM í Mexíkó árið 1986. Þetta frímerki af honum og er frá Paragvæ.
Play audiofile

17
18

Michael Laudrup har vundet prisen som ´Årets fodboldspiller i Danmark´ to gange - 1982 og 1985. I 1993 blev han ´Årets spiller´ i Spanien.
Play audiofile

Michael Laudrup hefur unnið titilinn ,,Fótboltamaður ársins” tvisvar sinnum - 1982 og 1985. Árið 1993 var hann ,,Leikmaður ársins” á Spáni.
Play audiofile

19
20

Han startede sin trænerkarriere som assistenttræner for Danmarks landshold i 2000. Siden har han været træner for Brøndby IF, Getafe, Spartak Moskva, RCD Mallorca, Swansea City, Lekhwiya SC og Al-Rayyan SC fra Qatar.
Play audiofile

Hann hóf þjálfaraferill sinn sem aðstoðarþjálfari danska landsliðsins árið 2000. Síðan hefur hann þjálfað Brøndby IF, Getafe, Spartak Moskva, RCD Mallorca, Swansea City, Lekhwiya SC og Al-Rayyan SC frá Katar.
Play audiofile

21
22

Michael har som træner vundet mesterskabet med Brøndby IF og Lekhwiya SC fra Qatar. Han blev kåret som “Årets træner i Danmark” i 2003 og 2005.
Play audiofile

Sem þjálfari hefur Michael unnið meistaradeildina með Brøndby IF og Lekhwiya SC fra Katar. Hann var krýndur ,,Þjálfari ársins í Danmörku” árin 2003 og 2005.
Play audiofile

23
24

Michael Laudrup har tre børn. Mads, Andreas og Rebecca. Begge drenge har spillet professionel fodbold. Men de har begge sluttet karrieren.
Play audiofile

Michael Laudrup á þrjú börn, Mads, Andreas og Rebecca. Báðir drengirnir hafa verið atvinnumenn í fótbolta. Þeir hafa báðir lagt skóna á hilluna.
Play audiofile

25
26

Michael Laudrup kan stadig købes som spiller i spillet ´FIFA 18´ - Her hører han til legenderne.
Play audiofile

Enn er hægt að kaupa Michael Laudrup sem leikmanna í ,,Fifa18” - þar sem hann tilheyrir goðsagnapersónum.
Play audiofile

27
28

Kender du "Laudrup-finten"?
Play audiofile

Þekkir þú ,,Laudrup- tæknina”?
Play audiofile

29
Michael Laudrup - en dansk fodboldlegende

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1+8+10+12+14+28: Sconosciuto - commons.wikimedia.org
S4: KB-boldklub.dk
S6: Thorvald Bindesbøll - 1846-1908 - commons.wikimedia.org
S16: Paraguayan stamp - commons.wikimedia.org
S18: Börkur Sigurbjörnsson - flickr.com
S20+22: Doha Stadium Plus Qatar - K. Mohan - commons.wikimedia.org
S24: Paul Blank - commons.wikimedia.org
S26: Yannick Pélissier - commons.wikimedia.org
Forrige side Næste side
SV BM DA IS FO
Skift
sprog
Play audiofile
Zlatan - en svensk fotbollsspelare
SV BM DA IS FO
2
Zlatan - sænskur fótboltamaður

Walter Rengensjö och Max Keinvall

Oversat til íslensku af Svanhvít Hreinsdóttir
Indlæst på svensk af Gillis Andersson
Indlæst på íslensku af Arnviður Bragi Pálmason
3
4

Det här är Zlatan Ibrahimović. Han är en av världens mest kända fotbollsspelare och kommer från Sverige.
Play audiofile

Þetta hér er Zlatan Ibrahimović. Hann er einn af frægustu fótboltamönnum í heimi og kemur frá Svíþjóð.
Play audiofile

5
6

Han har spelat i många olika fotbollslag t.ex Malmö FF, Juventus, Inter och Paris Saint-Germain, men självklart har han också spelat i Sveriges landslag.
Play audiofile

Hann hefur spilað með mörgum ólíkum liðum t.d. Malmö FF, Juventus, Inter og París Saint-Germain, en að sjálfsögðu hefur hann líka spilað með sænska landsliðinu.
Play audiofile

7
8

Han föddes den tredje oktober 1981. Han har en bosnisk pappa och en kroatisk mamma.
Play audiofile

Hann er fæddur þriðja október 1981. Hann á pabba frá Bosníu og króatiska mömmu.
Play audiofile

9
10

Zlatan hade en tuff uppväxt. Han bodde i ett område i Malmö som hette Rosengård.
Play audiofile

Zlatan átti erfiða æsku. Hann bjó í hverfi í Malmö sem heitir Rosengård.
Play audiofile

11
12

Zlatans cykelspark, bicicletan i matchen mot England är en av de mest kända bicykletan i världen.
Play audiofile

Hjólhestaspyrna Zlatans í leiknum á móti Englandi er einhver þekktasta hjólhestaspyrna í heiminum.
Play audiofile

13
14

Hans snyggaste mål var just bicycletan, när han mötte England.
Play audiofile

Fallegast markið hans var einmitt hjólhestaspyrnan á móti Englandi.
Play audiofile

15
16

Zlatan har också gjort en reklam om Volvo som är ett svenskt bilmärke och en parfym.
Play audiofile

Zlatan hefur líka gert auglýsingar fyrir Volvo sem er sænsk bílategund og fyrir ilmvatn.
Play audiofile

17
18

Zlatan har skrivit en bok där han berättar om sin uppväxt och karriär. Zlatan har blivit film och den heter “Den unge Zlatan” och hade premiär i 2016.
Play audiofile

Zlatan hefur skrifað bók þar sem hann segir frá uppvexti sínum og frama. Zlatan var með í kvikmynd sem heitir “Hinn ungi Zlatan” og var frumsýnd 2016.
Play audiofile

19
20

Han har två barn vid namn Maximilian och Vincent.
Play audiofile

Hann á tvö börn sem heita Maximilian og Vincent.
Play audiofile

21
22

Hans nuvarande lag (2017) är Manchester United och han har slutat i Sveriges landslag.
Play audiofile

Hans núverandi liðið er Manchester United og hann er hættur í sænska landsliðinu.
Play audiofile

23
24

Känner du till andra klubbar Zlatan har spelat i?
Play audiofile

Þekkir þú önnur lið sem Zlatan hefur leikið með?
Play audiofile

25
Zlatan - en svensk fotbollsspelare

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1:Илья Хохлов - commons.wikimedia.org
S4+12+14: Дмитрий Неймырок - commons.wikimedia.org
S6: Jean Francois Fournier - flickr.com
S8: Luis Antonio Rodriguez Ochoa - commons.wikimedia.org
S10: Jorchr - commons.wikimedia.org
S16: ComradeUranium - commons.wikimedia.org
S18: Nina Ulmaja - albertbonniersforlag.se
S20: Axel Pettersson - flickr.com
S24: Станислав Ведмидь - commons.wikimedia.org
Forrige side Næste side
SV DA IS
Skift
sprog
Play audiofile
Majblomman - en svensk barnhjälpsorganisation
SV DA IS
2
Maíblómið- sænsk barnahjálparsamtök

Felicia Wahlström och Elli Eriksson

Oversat til íslensku af Helga Dögg Sverrisdóttir
Indlæst på svensk af Felicia Wahlström
3
4

Majblomman är Sveriges största barnhjälpsorganisation. Deras mål är att alla barn ska få vara med och dela gemenskapen med sina vänner på fritiden och på skolan.
Play audiofile

Maíblómið er stærsta barnahjálparsamtök í Svíþjóð. Markmið þeirra er að öll börn eigi að vera hluti af félagsskap í frítímanum og skólanum.

5
6

Beda Hallberg föddes 11 februari år 1869. Beda var initiativtagare till att börja sälja majblommor. Hon ville hjälpa barn som hade sjukdomen tuberkulos.
Play audiofile

Beda Hallberg fæddist 11. febrúar 1869. Beda var frumkvöðull í sölu maíblómanna. Hún vildi hjálpa berklaveikum börum.

7
8

Den första Majblomman såldes 1907. Den kostade då 10 öre styck. Majblomman samlar in pengar genom att barn säljer dem. På bilden är det är 1907 års majblomma.
Play audiofile

Fyrsta maíblómið seldist 1907. Það kostaði 10 aura stykkið. Maíblómin safna peningum þegar börn selja þau. Á myndinni er fyrsta maíblómið frá 1907.

9
10

Majblomman kallades före 1998 för Första majblomman. Det är en konstgjord blomma som kan fästas på kläderna.
Play audiofile

Maíblómið var í upphafi kallað ,,Fyrsta maíblómið”. Þetta er gerviblóm sem hægt er að festa á föt.

11
12

Majblomman säljs i 17 länder b.la Sverige, Finland, Norge och Danmark. Varje år under april månad börjar många barn att sälja majblommorna.
Play audiofile

Maíblómið er selt í 17 löndum, m.a. í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Ár hvert, í apríl mánuði, selja mörg börn maíblómin.

13
14

Drottning Silvia är Majblommans högsta beskyddare och köper den första majblomman varje år.
Play audiofile

Silvía drottning er verndari Maíblómsins og kaupir fyrsta blómið á hverju ári.

15
16

Beda Hallberg dog 1945 och redan då var majblomman väldigt populär. År 2004 blev Beda framröstad till tidernas hallänning.
Play audiofile

Beda Hallberg dó 1945 og á þeim tíma voru blómin vinsæl. Árið 2004 var Beda gerð að heiðursborgara í Halland.

17
18

Man kan köpa majblomman som: blomma, pin, krans och klistermärke. Grundtanken är att barn hjälper barn som har det svårt.
Play audiofile

Maður getur keypt maíblómið sem blóm, nál, krans og límmiða. Grunnhugsunin er að barn hjálpar barni sem á erfitt.

19
20

Majblomman delar ut bidrag till barn och unga till och med 18-årsdagen. Bidragen ges t.e.x till fritidsaktiviteter, glasögon, en cykel eller vinterkläder.
Play audiofile

Maíblómið styrkir börn og ungmenni þar til þau verða 18 ára. Styrkurinn getur t.d. verið þátttaka í frístundum, gleraugu, hjól eða vetrarfatnaður.

21
22

Färgen på blomman byts varje år. Men vart femte år ska den vara blå för att hedra den allra första blomman.
Play audiofile

Liturinn á blóminu breytist árlega. Fimmta hvert ár á það að vera blátt til heiðurs fyrsta blóminu.

23
24

Majblomman 2017 var röd med svarta prickar. Kan du gissa vilket djur den föreställer?
Play audiofile

Maíblómið 2017 var rautt með svörtum deplum. Getur þú giskað á hvaða dýr það á að fyrirstilla?

25
Majblomman - en svensk barnhjälpsorganisation

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1+6+8+10+22+24: Majblommans Riksförbund
S4: Publicdomainpictures.net
S12: Vaggerydstorget.se
S14: Kungahuset.se
S16: Raphael Saulus - commons.wikimedia.org
S18: Andersw2 - commons.wikimedia.org
S20: Albin Olsson - commons.wikimedia.org

Läs mera på:
www.majblomman.se
Forrige side Næste side
SV IS DA
Skift
sprog
Play audiofile
Galgberget - Halmstad
SV IS DA
2
Gálgafjallið- Halmstad

William Klasén

Oversat til íslensku af Helga Dögg Sverrisdóttir
Indlæst på svensk af Noel Bergman
3
4

Under istiden skapades ett berg i Halmstad som idag kallas Galgberget.
Play audiofile

Á ísöldinni varð til fjall í Halmstad sem heitir Gálgafjallið.

5
6

Galgberget var namnet på en plats för avrättning av dödsdömda brottslingar. Namnet kommer från de galgar som användes vid hängningarna.
Play audiofile

Gálgafjallið er nafn á stað þar sem afbrotamenn voru hengdir eftir dauðadóm. Nafnið kemur frá gálgum sem notaðir voru til að hengja fólk.

7
8

Även under dansktiden användes Galgberget som en avrättningsplats. De tidigaste bevisen för galgplatsen är från 1600-talet. Uppe på berget nordväst om Norre Port finns en galge avbildad.
Play audiofile

Jafnvel á Danatímabilinu notuðu menn Gálgafjallið til aftöku. Augljós sönnun þess er gálgatorgið frá 1600. Á fjallinu, Norðvestur af Norre Port, má sjá eftirmynd af gálga.

9
10

På 1860-talet planterades den första skogen på Galgberget. År 1882 startades arbetet med brandgator på berget som senare blev körvägar, trappor och promenadstigar.
Play audiofile

Um 1860 gróðursetti maður fyrsta skóginn á Gálgafjallinu. Árið 1882 hófst vinna við brunastíga á fjallinu sem síðar urðu aksturleið, tröppur og göngustígar.

11
12

År 1896 beslöts det att bygga ett utsiktstorn med en bostad för skogsvakten. Utsiktstornet är 13 meter högt och tornet stod klart år 1897.
Play audiofile

Árið 1896 var gefið leyfi til að byggja útsýnisturn með íbúð fyrir skógarvörðinn. Útsýnisturninn er 13 metra hár en hann var tilbúinn árið 1897.

13
14

På Galgberget finns det en gård som kallas Hallandsgården. Det är gamla hus från olika delar från Halland. Hallandsgården invigdes år 1925.
Play audiofile

Á Gálgafjallinu er garður sem heitir Hallandsgarður. Þar eru gömul hús frá ólíkum stöðum Hallands. Hallandsgarðurinn var vígður 1925.

15
16

Idag finns där ett cafe och olika evenemang som första maj-firande, nationaldagsfirande, allsång- och danskvällar, teater och barnverksamhet mm.
Play audiofile

Í dag er kaffihús þar og ólíkir viðburðir fara fram eins og 1 maí hátíðarhöld, hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins, söng- og danskvöld, leikhús og starfssemi fyrir börn m.m.

17
18

År 1907 flyttades Hallands regemente I16 till kaserner på Galgberget, där man blev kvar till regementets nedläggning år 2000.
Play audiofile

Árið1907 fluttist Hallands herdeild I16 til bækistöðvarinnar á Gálgafjalli þar til menn voru tilbúnir að leggja herdeildina niður árið 2000.

19
20

Har ni någon galgbacke där ni bor?
Play audiofile

Hafið þið gálgastokka þar sem þið búið?

21
Galgberget - Halmstad

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1+14+16: Jonas Ericsson - commons.wikimedia.org
S4+6: Pxhere.com
S8: Swedish National Heritage Board - commons.wikimedia.org
S10+12: gamlahalmstad.se
S18: Hallands konstmuseum - commons.wikimedia.org
S20: Kai Kalhh - pixabay.com
Forrige side Næste side
SV IS DA
Skift
sprog
Play audiofile
ABBA - en svensk popgrupp
SV IS DA
2
ABBA- sænsk popphljómsveit

Artina Gashi, Siri Pilcher, Lovisa Olsson och Ella Music

Oversat til íslensku af Helga Dögg Sverrisdóttir
Indlæst på svensk af Siri Pilcher
3
4

ABBA var en svensk popgrupp som gav ut musik mellan 1972-1983. Gruppen räknas som en av de största i musikhistorien med över 400 miljoner sålda skivor.
Play audiofile

ABBA var sænsk popphljómsveit sem gaf út tónlist á árinum 1972-1983. Hún telst vera sú stærsta í tónlistarsögunni með yfir 400 milljónir seldar plötur.

5
6

ABBAs medlemmar heter Agnetha Fältskog, Anni-Frid Lyngstad, Björn Ulvaeus och Benny Andersson. Gruppens namn ABBA kom från första bokstäverna i medlemmarnas förnamn.
Play audiofile

Meðlimir Abba heita Agnetha Fältskog, Anni-Frid Lyngstad, Björn Ulvaeus och Benny Andersson. Nafn hópsins er upphafsstafur í fornafni meðlimanna.

7
8

ABBA har många kända låtar som “Take a chance”, “The winner takes it all” och “Mamma Mia”. De har sålt över 380 miljoner album och singlar över hela världen, vilket gör dem till en av de bäst säljande artisterna genom tiderna.
Play audiofile

ABBA á mörg þekkt lög eins og ,,Take a chance”, ,,The winner takes it all” og ,,Mamma Mia”. Þau hafa selt yfir 380 milljónir plötur og smáskífur um allan heim, sem gerir þau söluhæstu listamennina í gegnum árin.

9
10

ABBA var ett av de mest framgångsrika banden under 70-80 talet. Än idag spelas gruppens musik.
Play audiofile

ABBA er ein af farsælu hljómsveitunum á 7. og 8. áratugnum. Enn í dag er tónlist þeirra spiluð.

11
12

1973 vann de Melodifestivalen med “Ring Ring”. 1974 vann ABBA Eurovision song contest med “Waterloo”.
Play audiofile

1973 unnu þau undankeppni Evrópusöngvakeppninnar með laginu ,,Ring, Ring.” 1974 vann Abba Evrópusöngvakeppnina með laginu ,,Waterloo.”

13
14

“Mamma Mia” kom som biofilm 2008. Musikalen “Mamma Mia” hade premiär i London 6 april 1999. Den är baserad på ABBAs sånger från 70 och 80 talet.
Play audiofile

Kvikmyndin ,,Mamma Mia” var gerð árið 2008. Söngleikurinn ,,Mamma Mia” var fyrst sýndur í London 6. apríl 1999. Hann er byggður á lögum ABBA frá 1970-80.

15
16

Efter 35 års frånvaro återförenas nu ABBA och släpper ny musik. En av låtarna ska framföras av digitalt framställda “Abbatarer”.
Play audiofile

Eftir 35 ára fjarveru kemur ABBA saman að nýju til að taka upp tónlist. Annað lagið verður kynnt á rafrænum miðli undir heitinu ,,Abbatarer”.

17
18

I Stockholm, på Djurgården, finns “ABBA the Museum”. Ett museum med skivor, kläder och foton från deras karriär.
Play audiofile

Í Stokkhólmi, í Djusgarðinum er ABBA safnið til húsa. Á safninu má finna plötur, fatnað og myndir frá starfsferli þeirra.

19
20

Kan du sjunga någon av ABBAs låtar?
Play audiofile

Getur þú sungið eitthvað af ABBA lögunum?

21
ABBA - en svensk popgrupp

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1: Dani Oliver - flickr.com
S4: Danny15 - commons.wikimedia.org
S6: AVRO - commons.wikimedia.org
S8: Holger Ellgaard - commons.wikimedia.org
S10: Bengt Nyman - commons.wikimedia.org
S12+20: Frankie Fouganthin - commons.wikimedia.org
S14: Alexisrael - commons.wikimedia.org
S16: Efraimstochter - pixabay.com
S18: Ricardo Ramírez Gisbert - flickr.com
Forrige side Næste side

Pages