IS DA SV
Hallgrímskirkja- kennileiti Reykjavíkur
IS DA SV
2
Hallgrímskirkja- kennileiti Reykjavíkur

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Hallgrímskirkja er stærsta kirkja landsins. Guðjón Samúelsson teiknaði kirkjuna sem var hans síðasta verk. Hann notaði íslenskt efni og fyrirmynd þegar hann teiknaði kirkjuna.

5
6

Hallgrímskirkja er til minningar um Hallgrím Pétursson sálmaskáld Íslendinga. Kirkjan var 34 ár í byggingu og var tilbúin 1974.

7
8

Alþingi Íslendinga hlutaðist til um byggingu kirkjunnar. Kirkjan þjónar um 7000 manns og er með mjög virkt safnaðarstarf.

9
10

Margir ferðamenn heimsækja kirkjuna á hverjum degi. Turn kirkjunnar er 73 metra hár og úr honum er stórkostlegt útsýni yfir Reykjavík.

11
12

Orgeltónleikar eru haldnir reglulega í kirkjunni. Margir útlenskir listamenn taka þátt í tónleikum í kirkjunni.

13
14

Messað er í kirkjunni á hverjum sunnudegi. Síðasta sunnudag hvers mánaðar er messað á ensku.

15
16

Um áramót safnast bæði Íslendingar og ferðamenn við kirkjuna til að fylgjast með þegar flugeldum er skotið upp.

17
18

Fyrir utan kirkjuna er stytta af Leifi heppna, sem horfir til vesturs. Samkvæmt sögunni er hann fæddur á Íslandi um 980 sonur Eiríks rauða og Þjóhildar.

19
20

Talið er að Leifur heppni hafi verið fyrsti Evrópubúinn sem nam land við Norður-Ameríku- fyrr en Kólumbus. Það var Vínland á Nýfundnalandi í Kanada.

21
22

Þekkir þú aðrar kirkjur á landinu?

23
Hallgrímskirkja- kennileiti Reykjavíkur

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: Andreas Tille - commons.wikimedia.org
S4: William Warby - commons.wikimedia.org
S6: Hallgrímur Pétursson (1614-1674)
S8: Falco - pixabay.com
S10: Marcel Prueske - pixabay.com
S12: Dougsim - commons.wikimedia.org
S14: Pixabay.com
S16: Matthias Schüssler - flickr.com
S18: Helgi Halldórsson - flickr.com
S20: US Postage - commons.wikimedia.org
S22: Thomas - flickr.com
Forrige side Næste side
X